ok

Kastljós

Borgarstjóri um formennsku í SÍS, Skáldasuð

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur verið gagnrýnd að undanförnu fyrir að sitja sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga um leið og hún gegnir embætti borgarstjóra. Þá hafa laun hennar líka verið í umræðunni en þau nema nú tæpum fjórum milljónum á mánuði. Landsfundur sambandsins verður á fimmtudag og spurningin er hvað Heiða Björg ætlar að gera, klára kjörtímabilið til ársins 2026 eða stíga til hliðar. Heiða Björg var gestur Kastljós í kvöld.

Ljóðalestur í heitum potti og orð rituð á rúllugardínu eru meðal viðburða hátíðarinnar Skáldasuð sem við heimsækjum síðar í þættinum.

Frumsýnt

17. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
KastljósKastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,