• 00:00:43Íbúalýðræði
  • 00:12:59Jólatré í Heiðmörk
  • 00:17:03Kalda skór

Kastljós

Íbúalýðræði, jólatré í Heiðmörk, skómerkið Kalda

Íbúar í Ölfusi höfnuðu í sérstakri íbúakosningu um helgina mölunarverksmiðju Heidelberg skyldi veitt starfsleyfi. Nokkur dæmi eru frá aldamótum um veigamikil álitamál séu lögð í dóm íbúa. Árið 2001 kusu Reykvíkingar um framtíð Reykjavíkurflugvallar, Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík árið 2010 og Selfyssingar samþykktu deiliskipulag nýjum miðbæ árið 2018. Þá hafa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði sagt Carbifix fái ekki starfsleyfi þar í nema undangengnum íbúakosningum. Við ræddum íbúalýðræði við þau Valdimar Víðissson, formann bæjarráðs í Hafnarfirði, og Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa í Reykjavík.

Aðventan er hálfnuð og landsmenn farnir huga jólatrjám. Við fórum í Heiðmörk og hittum þar skógarverði við trjáfellingar og litum á viðarvinnsluna þar sem timbur er unnið í allt frá grindarefni til bjórbruggunar

Katrín Alda Rafnsdóttir hannar skó undir merkjum Kalda, sem nokkrar af skærustu poppstjörnum samtímans hafa sést í. Hún hlaut á dögunum Indriðaverðlaun Fatahönnunarfélag Íslands. Kastljós ræddi við hana af því tilefni.

Frumsýnt

11. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,