ok

Kastljós

Leitin að Jóni Þresti, stóraukið álag á björgunarsveitir

Á föstudag voru fimm ár liðin frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. Af því tilefni héldu tvö systkina hans aftur til borgarinnar í von um að þrýsta á frekari rannsókn málsins sem hafði staðið óhreyft árum saman. Við komuna varð hinsvegar ljóst að rannsóknin var í þann mund að færast á annað stig. Kastljós var með í för

Hamfarirnar á Reykjanesskaga eru farnar að taka sinn toll af sjálfboðaliðum björgunarsveita á svæðinu, sem hafa verið með nær óslitna viðveru síðan í nóvember. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, starfandi formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar kallar eftir nýjum úrræðujm til að tryggja mönnun í langvarandi aðgerðum. Kastljós hitti Borghildi Fjólu austur í Neskaupstað.

Frumsýnt

14. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,