• 00:00:52Aðstæður sjúklinga í ofþyngd
  • 00:07:38Mismunun vegna ofþyngdar í heilbrigiðskerfinu
  • 00:18:37Kennarastofan

Kastljós

Aðbúnaður ofþyngdarsjúklinga og Kennarastofan

Á sjúkrahúsinu á Akureyri finna dæmi um þá annmarka sem víða mæta sjúklingum með offitu; sjúkrarúm sem ekki halda, of þröngir hjólastólar og frávísanir í segulómun og sneiðmyndatöku. Helgi Þór Leifsson, framkvæmdastjóri klínískrar þjónustu, Brynja Dröfn Tryggvadóttir, deildarstjóri á gjörgæsludeild SAk, Þóra Ester Bragadóttir, deildarstjóri lyflækningadeildar og Elvar Örn Birgisson, deildargeislafræðingur á myndgreiningardeild SAk lýsa aðstæðum á sjúkrahúsinu með tilliti til þessa hóps auk þess sem Ísak Kristinn Halldórsson sjúklingur á SAk rekur sína reynslu af segulómun. Sólveig Sigurðardóttir formaður samtaka fólks með offitu og aðstandendur þeirra segir vanbúnað sjúkrahúsa vítaverðan og sjúklingar með offitu veigri sér við sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu þess vegna.

Einnig er rætt við Mörtu Jóns Hjördísardóttur, formann fagráðs Landspítala og Hildi Thors, lækni offituteymis Reykjalundar sem segja brýnt bregðast við þessum ört stækkandi hópi og hans þörfum, en til þess vanti fjármagn og tæki.

Kennarastofan er rómantísk gamanþáttasería sem frumsýnd var í Sjónvarpi Símans á dögunum. Rætt við Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og Sverri Þór Sverrisson sem fara með aðalhlutverk auk Kristófers Dignus sem leikstýrir.

Frumsýnt

8. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,