ok

Kastljós

Tjaldbúðir á Austurvelli, útsölur og Edda

Útsöluvertíð er hafin og samkvæmt Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna er lögum og reglum þaraðlútandi oftast fylgt. Þær eru þó skýrari og betur framfylgt í netverslun að mati starfsfólks samtakanna. Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir leikgerð Snorra-Eddu sem breiðir nú úr sér yfir fjalir Þjóðleikhússins. Arnar Jónsson fer þar með hlutverk Óðins.

Á Austurvelli hafa nú í tvær vikur staðið tjaldbúðir þar sem aðstandendur Palestínufólks sem fengið hefur dvalarleyfi hér á landi mótmæla því að fjölskyldumeðlimir þeirra séu enn innlyksa á Gaza þrátt fyrir að hafa fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Katrín Jakobsdóttir fundaði með mótmælendum í morgun. Einnig er rætt við Semu Erlu Serdar, formann Solaris, Naji Asar mótmælanda, Hjálmtý Heiðdal formaðnn Íslands-Palestínu.

Frumsýnt

9. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,