• 00:01:20Forsetakosningar
  • 00:16:17Vondi hirðirinn
  • 00:19:41Menningarfréttir

Kastljós

Forsetakosningar, Vondi hirðirinn og menningarfréttir

Allmargir ganga með þann draum í maganum verða næsti forseti Íslands. Síðustu daga og vik­ur hef­ur mik­ill fjöldi fólks annaðhvort lýst yfir fram­boði eða lýst áhuga á fram­boði til embætt­is for­seta. Gengið verður til kosninga laugardaginn 1. júní og enn bætast frambjóðendur við en framboðsfrestur er til 26. apríl. Rætt við Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttamann á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni og Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúa.

Heimurinn er fullur af hlutum og allir hlutir eiga sér sögu. Friðgeir Einarsson, rithöfundur og sviðslistamaður, hefur vanið komur sínar í Góða hirðinn síðustu mánuði og dregist þar alls kyns persónulegum hlutum með það fyrir augum skila þeim aftur til eigenda sinna. Friðgeir Einarsson er Vondi hirðirinn.

Í menningarfréttum vikunnar var meðal annars fjallað um veglega páskadagskrá víðsvegar um landið.

Frumsýnt

27. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,