• 00:00:33Geir H. Haarde
  • 00:16:30Ungir kjósendur
  • 00:20:35Helgi Björns í 40 ár

Kastljós

Ævisaga Geirs Haarde, ungir kjósendur, Helgi Björns í 40 ár

Geir H. Haarde var forsætisráðherra í bankahruninu 2008 en hann hefur ritað ævisögu sína þar sem hann fer í meiri smáatriðum yfir þetta tímabil en hann hefur áður gert. Í viðtali í Kastljósi segir hann frá bókinni, ævi sinni, bróður sínum sem aðhylltist nasisma og. atburðarrásinni kringum hrunið.

Ungir kjósendur hafa mikinn áhuga á kosningum en skila sér verr á kjörstað. Rætt var við Huldu Þórisdóttur prófessor í stjórnmálafræði um skýringar á þessu.

Helgi Björns hefur skemmt landanum í 40 ár og heldur tónleika af því tilefni.

Frumsýnt

31. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,