• 00:00:07Íslenskir sendifulltrúar á Gasa
  • 00:08:21sjálfsvígsforvarnir
  • 00:19:39Hamraborg festival

Kastljós

Íslenskir sendifulltrúar á Gasa, sjálfsvígsforvarnir og Hamraborg Festival

Rætt er við Hólmfríði Garðarsdóttur ljósmóður og Ágústu Hjördís Kristinsdóttur hjúkrunarfræðing á Landspítala í þættinum. Þær störfuðu í fimm vikur á neyðarsjúkrahúsi í Rafah í suðurhluta Gasa í sumar og fóru sem sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi. Þær hikuðu ekki við fara þegar kallið kom en segja aðstæður á svæðinu séu ómannúðlegar og óöryggi mikið. stendur yfir Gulur september, vitundarvakning um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Lífsbrú, miðstöð sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis veitti í fyrsta sinn viðurkenningu á dögunum fyrir forvarnarstarf í málaflokknum. Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur og Gunnhildur Ólafsdóttir, fagstjóri hjá Píeta samtökunum hlutu verðlaunin og voru gestir í Kastljósi. Í lok þáttar heimsækir Guðrún Sóley Gestsdóttir Hamraborg en þar fer fram árleg listahátíð með tilheyrandi tískusýningum og tónlist.

Frumsýnt

3. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,