ok

Kastljós

Leiðarvísir um ofbeldi fyrir börn, forgangsakstur hjá lögreglu

Á ofbeldisgátt 112 hefur verið birtur leiðarvísir fyrir börn, sem eru þolendur heimilisofbeldis. Þar er fjallað á barnvænan hátt um meðferð málanna allt frá fyrstu afskiptum og þar til dómur liggur fyrir. Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri afbrotavarna hjá Ríkislögreglustjóra, og Hjördís Garðarsdóttir fræðslustýra hjá Neyðarlínunni, eru gestir Kastljóss.

Allir lögreglumenn þurfa að fá sérstaka þjálfun í forgangsakstri. Kastljós fékk far með lögreglunni og komst að því að það eru mikil fræði á bakvið það hvernig á að komast hratt á milli staða á sem öruggastan hátt.

Frumsýnt

14. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,