• 00:01:00Gallaðir gluggar
  • 00:07:55Húsasmiðjan um glugga
  • 00:13:13Fasteignalán
  • 00:20:15Menningarfréttir

Kastljós

Fasteignalán, gallablokk í Borgarnesi og Menningarfréttir

Fjölbýlishús við Borgarbraut 57 í Borgarnesi reyndist við nánari skoðun gallað og íbúar þess hafa stefnt verktakanum sem byggði og seldi þeim íbúðir hússins. úttekt staðfestir gluggar þess eru gallaðir og mygla hefur greinst í íbúðum. Íbúarnir Guðmundur Eyþórsson og Ingvi Jens Árnason reifa málsatvik auk þess sem rætt er við Árna Stefánsson, forstjóra Húsasmiðjunnar.

Húsnæðiseigendur hafa undanfarið flúið unnvörpum úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð í kjölfar hækkunar stýrivaxta. hefur losnað um vexti sem ýmist voru festir til 3 eða 5 ára og við blasir veruleg hækkun afborgana þessara lána. Snorri Jakobsson hagfræðingur leggur mat á lánaumhverfi fasteignaeigenda í ljósi þessa.

Geim-hryllings-fantasíuleikritið X í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur er sýnt í Borgarleikhúsinu. Björn Stefánsson fer með eitt aðalhlutverka og Sigríður Sunna Reynisdóttir hannar sviðsmynd og búninga.

Frumsýnt

4. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,