Kastljós

30 ár frá snjóflóðinu í Súðavík, rannsóknarnefnd og ofanflóðavarnir

Á morg­un verða 30 ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík. Um áramót tók til starfa rannsóknarnefnd skipuð af Alþingi, sem á bregða ljósi á ákvarðanir stjórnvalda og almannavarna í aðdraganda snjóflóðsins. Við ræddum við formann nefndarinnar.

Í kjölfar snjóflóðanna í Súðavík og Flateyri, síðar sama ár, var stofnuð ofanflóðanefnd, sem átti sjá til varanlegar snjóflóðavarnir risu um allt land. Verkinu átti ljúka 2010 en er rétt um hálfnað. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, fór yfir stöðu mála og ræddi líka nýfallinn dóm í héraði þar sem virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar var afturkallað.

Systurnar Nótt og Embla Jónsdætur eiga báðar maka í íslenska landsliðinu í handbolta. Nótt er með Sigvalda Birni Guðjónssyni og Embla Janusi Daða Smárasyni. Þeir undirbúa sig fyrir fyrsta leik Íslands á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu á morgun. Við hittum systurnar og börn þeirra í dag.

Frumsýnt

15. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,