Kastljós

Yfirvofandi verkfall lækna, forsetakosningar í Bandaríkjunum og Arnhildur arkitekt

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, er gestur Kastljós og ræðir yfirvofandi verkfall lækna.. Önnur atkvæðagreiðsla um verkfallið hófst síðdegis. Um þúsund læknar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum höfðu áður boðað verkfallsaðgerðir 18. nóvember sem ríkið taldi ólögmætar. Þá er rýnt í kosningarnar vestanhafs. Jón Björgvinsson fréttaritari heyrði í kjósendum í sveifluríkinu Wisconsin og Björn Malmquist fréttamaður var í beinni frá stærsta sveifluríkinu Pennsylvaníu. Svo hittum við arkitektinn Arnhildi Pálmadóttur sem nýverið hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir vinnu sína með umhverfisvæn byggingarefni.

Frumsýnt

4. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,