ok

Kastljós

PLAY boðar breytingar, Hallgrímur Helgason, Yo Yo Ma

rekstur Play hefur veirð þungur og félagið boðar nú umtalsverðar breytingar á starfsemi sinni. Áhrifin hér á landi verða einkum þau að félagið mun draga úr flugi til áfangastaða í Bandaríkjunum og norðurhluta Evrópu. En hver er framtíðarsýnin? Rætt verður við Einar Örn Ólafsson, forstjóra PLAY.

Uslakraftur myndlistar er mikill og eitt verðmætasta gildi hennar er að hrista upp í hlutum. Þetta segir Hallgrímur Helgason en nýverið opnaði á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning sem spannar 40 ára feril, sem í tilfelli Hallgríms er ekkert smáræði.

Bandaríski selló leikarinn Yo Yo Ma er staddur hér á landi en hann vakti fyrst athygli fyrir hljóðfæraleik þegar hann var 4 ára gamall.

Frumsýnt

24. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,