• 00:00:20Forsætisráðherra biðst lausnar
  • 00:16:04Æðsti yfirmaður bandaríkjahers um NATO
  • 00:21:51Topp 10 möst

Kastljós

Forsætisráðherra biðst lausnar, æðsti yfirmaður Bandaríkjahers, Topp 10 möst

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um þingrof. Þing verður rofið á fimmtudag og Alþingiskosningar verða 30. nóvember. Sitjandi ríkisstjórn situr sem starfsstjórn þar til ríkisstjórn hefur verið mynduð. Vinstri græn hafa lýst yfir þau ætli ekki taka þátt í henni, sem hefur aldrei gerst áður. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, og Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, ræddu stöðuna.

Æðsti yfirmaður bandaríkjahers segir Keflavíkurstöðin skipti enn miklu máli og uppbygging þar muni halda áfram. Hann var staddur hér á landi fyrir helgi á fundi með utanríkisráðherra og yfirmönnum hermála norðurskautsríkjanna. Þar var meðal annars rætt um þróun öryggismála og áskoranir sem tengjast loftlagsbreytingum og hernaðarumsvifum á Norðurslóðum.

Gamanmyndin Topp 10 möst eftir Ólöfu Birnu Torfadóttir var frumsýnd á dögunum en Helga Braga Jónsdóttir fer með aðalhlutverkið. Kastljós kynnti sér myndina.

Frumsýnt

15. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,