• 00:01:00Óvinnufær eftir ofskynjunarsveppi
  • 00:10:41Ráðherra um mansal og atvinnuréttindi
  • 00:20:34Menningarfréttir

Kastljós

Óvinnufær eftir ofskynjunarsveppi, ráðherra um mansal og atvinnuréttindi, menningarfréttir

Eins og fram kom í Kastljósi á dögunum hefur innlögnum á geðdeild í tengslum við notkun hugvíkkandi efna snaraukist á undanförnum árum. Í kjölfar umfjöllunar okkar hafði samband við okkur kona, sem er óvinnufær í kjölfar slíkrar meðferðar vegna endurtekinna ofskynjana. Hún féllst segja Kastljósi sögu sína.

Kastljós hefur í vikunni fjallað um atvinnuleyfi og mansal í kjölfar Kveiks þáttar þar sem fylgst var með aðgerðum sem beindust gegn víetnamska kaupmanninum Quang Lé, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um mansal og peningaþvætti. Í kjölfarið hafa vaknað spurningar um heimildir eftirlitsstofnanna og möguleika þeirra til koma í veg fyrir og bregðast við í þessum málum. Rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Í menningarfréttum vikunnar var meðal annars fjallað um nýja heimildarmynd um Megas og sýningu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum

Frumsýnt

14. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,