ok

Kastljós

Uppkaup í Grindavík, lögregluaðgerðir gegn mansali, menningarviti

Lög um uppkaup ríkisins í Grindavík hafa tekið gildi og Grindvíkinga streyma á nú á þegar þaninn húsnæðismarkað. Dæmi eru um að íbúar bítist um sömu eignir og yfirbjóði um margar milljónir. Bæjaryfirvöld segja fleiri stuðningsaðgerða þörf og gagnrýna stjórnvöld fyrir seinagang við kaup og innflutning á smáhýsum, sem myndu létta á pressunni. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Ellen Calmon, verkefnastýra húsnæðisteymis Grindavíkurbæjar voru gestir Kastljóss.

Lögregluaðgerðir í síðustu viku gegn meintu vinnumansali og peningaþvætti eru einhverjar þær umfangsmestu sem ráðist hefur verið í og voru marga mánuði í undirbúningi. Við ræddum við lögreglufulltrúana sem skipulögðu aðgerðirnar.

Í byrjun árs strengdi Hafliði Ingason sér það áramótaheit að sækja menningarviðburð á hverjum degi í heilt ár. Kastljós hitti hann áður en hann skellti sér á hádegistónleika í Hörpu.

Frumsýnt

13. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,