Kastljós

Styttingaráhrifin, Vin og Eitruð lítil pilla

Athvarfið Vin hefur í rúm 30 ár verið kærkomið skjól fyrir fólk með geðraskanir. Rauði krossinn rak úrræðið lengi, Reykjavíkurborg tók svo við en óvissa ríkir um framhaldið. Rætt við gesti Vinjar, þau Kristínu Karólínu Bjarnadóttur, Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, Garðar Sölva Helgason og Hörð Jónasson ásamt starfsmanninum Inga Hans Ágústssyni. Borgarleikhúsið frumsýndi nýverið söngleik sem byggður er á tónlist og textum Alanis Morisette og nefnist Eitruð lítil pilla. Álfrún Örnólfsdóttir leikstýrir og með eitt aðahlutverka fer Aldís Amah Hamilton. Rannsakað hefur verið hvernig menntaskólanemum farnast í háskóla eftir framhaldsskóli var styttur niður í 3 ár. Skoðanir eru enn skiptar um breytinguna, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor, Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara og Katla Ólafsdóttir, stjórnmálafræðinemi við ræddu málið.

Frumsýnt

27. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,