• 00:01:12Árni Tómas og skaðaminnkun
  • 00:12:29Stafrænn minimalismi
  • 00:18:19Natatorium, ný íslensk kvikmynd frumsýnd

Kastljós

Skaðaminnkun, stafræn naumhyggja og Natatorium

Landlæknisembættið svipti gigtarlækninn Árna Tómas Ragnarsson leyfi til skrifa út tiltekin lyf. Árni Tómas hafði þá um árabil skrifað út morfínlyf fyrir einstaklinga með þungan og langvarandi fíknivanda í skaðaminnkandi tilgangi. Rætt við Árna, einn skjólstæðinga hans, Maríönnu Sigtryggsdóttur og Sigurð Örn Hektorsson hjá Landlæknisembættinu.

Stafræn afvötnun nýtur aukinna vinsælda og í kjölfarið afstaða sem nefnst stafrænn minimalismi. Birna Íris Jónsdóttir, tölvunarfræðingur og framkvæmdastjóri Stafræns Íslands prófaði hvort tveggja. Kvikmyndin Natatorium var frumsýnd á dögunum, Helena Stefánsdóttir er höfundur myndarinnar og leikstjóri og Elín Petersdóttir fer með eitt aðalhlutverka.

Frumsýnt

21. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,