• 00:00:51Grindavík og kjaramál
  • 00:15:59Færeyingar safna fyrir Grindavík
  • 00:20:33Fullt hús

Kastljós

Grindavík og kjarasamningar, Færeyingar leggja Grindavík lið, Fullt hús

Stjórnvöld kynntu í gær aðgerðir til eyða óvissu Grindvíkinga og hjálpa þeim koma þaki yfir höfuðið. Ljóst er kostnaður mun hlaupa á tugum milljarða og aðgerðirnar reyna á þanþol húsnæðismarkaðarins. Ráðherrar ræddu í dag taka húsnæðisliðinn út úr verðbólgumælingum. Þá hafa Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson sagt aðgerðirnar minnki svigrúm stjórnvalda til koma kjarasamningum, eins og kallað er eftir. Gestir Kastljóss voru Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, og Katrín Ólafsdóttir, dósent í hagfræði við HR. Þau ræddu hugsanleg efnahagsleg áhrif aðgerðanna í Grindavík.

Rauði krossinn í Færeyjum hratt í síðustu viku af stað söfnun fyrir Grindvíkinga. Kastljós fór til Færeyja og hitti Jóannes Eidesgaard, formann Rauða Krossins, en hann var jafnframt lykilmaður í veita Íslendingum neyðarlán eftir efnahagshrunið 2008.

Gamanmyndin Fullt hús verður frumsýnd í vikunni. Hún fjallar um kammersveit sem berst í bökkum en telur sig komna í feitt þegar heimsfrægur íslenskur sellóleikari gengur til liðs við hana. En ekki er allt sem sýnist. Þetta er fyrsta bíómynd Sigurjóns Kjartanssonar, oft kenndur við Tvíhöfða og Ham, en hann bæði skrifar handrit og leikstýrir. Við ræddum við hann og leikara í myndinni.

Frumsýnt

23. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,