Morgunútvarpið

Vatnsdæluhátíð, menntamálaráðherra ræðir gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir, Íslendingar á Wacken, ofurálag og vont starfsumhverfi lækna, og fjármálaspjallið

Hátíðahöldum um allt land er hvergi nærri lokið þó langt liðið á sumarið. Ýmsar hátíðir eru á dagskrá um helgina, þar á meðal Vatnsdæluhátíð í Húnabyggð. Við heyrðum í Elfu Þöll Grétarsdóttur skipuleggjanda og forvitnuðumst um hátíðina.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði var gestur okkar í gærmorgun þar sem hún ræddi gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir meðal annars. Rósa sagði sveitarfélögunum hafa verið stillt upp við vegg varðandi gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hún hefði kosið aðra aðkomu ríkisins kjarasamningum. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kom til okkar í dag og brást við þessu.

Stærsta þungarokkshátíð heims fer fram í Wacken í Þýskalandi í byrjun ágúst ár hvert. Þangað streymdu 85 þúsund rokkarar til hlusta á 250 tónlistaratriði með hátt í 200 hljómsveitum og listamönnum. Síðustu tuttugu árin hafa Íslendingar farið í skipulagða hópferð á staðinn sem skipuleggjendur kalla helga jörð. Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttamaður brá sér í för með þeim þetta árið og reyndi komast því hvers vegna fólk fer aftur og aftur á sömu hátíðina.

Starfsumhverfi lækna á Íslandi hefur lengi verið mjög erfitt og úrbætur gerast hægt, segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands. Mannekla komin á verulega slæman stað og hættan á alvarlegri kulnun lækna og brotthvarfi úr starfi mikil. Hún segir mikilvægt stéttinni gert kleift sinna hlutverki sínu gagnvart fólkinu í landinu og ryðja þurfi öllum hindrunum úr vegi til svo megi vera. Steinunn kom og ræddi þetta við okkur.

Svo kom Björn Berg Gunnarsson til okkar í fjármálaspjallið. Hann talaði við okkur um fyrirbærið kaupa núna og borga síðar leið sem er töluvert auglýst þessa dagana en getur reynst varasöm.

Lagalisti:

Ragnheiður Gröndal - Flowers in the Morning

Paolo Nutini - New shoes

Jónas Sig & Lúðrasveit Þorlákshafnar - Fortíðarþrá

Iceguys - Gemmér Gemmér

Nýdönsk - Fullkomið farartæki

David Bowie & Pat Metheny - This Is Not America

Ben E. King - Stand By Me

Sting - Desert Rose

Kings of Leon - Sex On Fire

Frumflutt

14. ágúst 2024

Aðgengilegt til

14. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,