Tónhjólið

Djasshátíð 2025 - O.N.E.

Hljóðritun frá Djasshátíð Reykjavíkur.

Pétur Magnússon fylgir úr hlaði tónleikum með pólsku hljómsveitinni O.N.E. sem lék tónlist sína í Norðurljósum Hörpu 29. ágúst 2025. Einnig ræðir hann við meðlimi sveitarinnar.

Pólska hljómsveitin O.N.E. leikur frumsamda djassmúsík. Þær eru stoltar af því vera konur í djassi og leggja sitt af mörkum til ryðja braut fyrir næstu kynslóðir kvenna í tónlist.

Hljómsveitin hefur gefið út tvær plötur: One (2020), sem var tilnefnd til FRYDERYK-verðlaunanna, hlaut Jazz Óskarinn á Grand Prix Jazz Melomani Gala í flokknum Jazz Hope og var valin best í sama flokki af lesendum Jazz Forum; og Entoloma (2022), sem markar áframhaldandi þróun á einstökum og djörfum stíl sveitarinnar.

O.N.E. hefur komið fram á virtum djasshátíðum í Evrópu og víðar, þar á meðal Athens Jazz Festival, Polska Jazz Festival í Búdapest, B-Jazz í Belgíu, Jazzahead í Bremen, Tallinn Music Week í Eistlandi, Umeå Jazz Festival í Svíþjóð og FiraB! á Mallorca, auk fjölmargra hátíða í Póllandi.

Í apríl 2024 skipulagði sveitin tónleikaferðalag og vinnusmiðjur í fjórum borgum í Úkraínu sem hluti af EJN Green Pilot Tour verkefninu og sýnir þar með ekki aðeins listrænt frumkvæði heldur einnig félagslegan og alþjóðlegan samhug.

Meðlimir sveitarinnar eru:

Patrycja Wybrańczyk trommur

Kateryna Ziabliuk píanó

Kamila Drabek bassi -( staðgengill í forföllum hennar er gítarleikarinn Þorkell Ragnar Grétarsson. )

Monia Muc alto saxófónn

Frumflutt

7. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Þættir

,