Tónhjólið

Eggert og Bjarni, Pípur, bumbur og bylting - á íslensku!

Tónhjólið

Umsjón: Guðni Tómasson.

4.þáttur - 20. október

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Tónlistin í þættinum:

Isabelle Faust og Il Giardino Armonico leika fyrsta kafla (Allegro) úr fiðlukonsert A dúr op. 3, nr. 11 efir Pietro Locatelli.

Isabelle Faust og Anna Prohaska flytja Nichts dergleichen úr Kafka-Fragmente, Op. 24 eftir György Kurtág.

Eric Lu leikur aukalag af tónleikum liðinnar viku hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands: Vals op. 64 nr. 2 eftir Friedrich Chopin.

Kirill Gerstein Gerstein leikur Mazurku eftir Thomas Adés.

Stef úr níundu sinfóníu Beethovens heyrast, einkum undir stjórn Bernards Haitinks.

Þorsteinn Ö. Stephensen les brot úr Óðnum til gleðinnar eftir Friedrich Schiller í þýðingu Matthíasar Jochumsonar.

Carla Bley og Steve Swallow leika lag Cörlu Ad infinitum af plötunni Go together frá 1993.

Viðmælendur:

Bjarni Frímann Bjarnason er tekinn tali um Óðinn til gleðinnar, lokakafla níundu sinfóníu Beethovens, sem sunginn verður á íslensku í Hofi á Akureyri um næstu helgi.

Eggert Pálsson, slagverksleikari og félagi í Voces Thules, er tekinn tali um hljóðfærasafn sitt. Eggert ber bumbur og blæs í flautur og sekki.

Frumflutt

22. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónhjólið

Tónhjólið

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.

Þættir

,