Tónhjólið

Nýútkomin tónlist

Í þættinum eru settar á fóninn nokkrar nýjar plötur úr safni Ríkisútvarpsins.

Tónlist eftir svissneska tónskáldið Friedrich Theodor Fröhlich í flutningi Ian Bostrige tenórs og Julian Drake píanóleikara.

Jóhannes Vigfússon sendi Rás 1 þessa tónlist en hann er meðlimur i International Friedrich Theodor Fröhlich - Gesellschaft, sem gefur tónlistina út.

Einnig hljómar nýútkomin tónlist eftir tónlistarmennina Ara Braga Kárason, Tómas Jónsson, Gulla Guðmunds og Ásgeir Ásgeirsson í þættinum, en þeir eru allir gefa út nýja tónlist á árinu.

Einnig hljómar kafli úr Dream Requiem - nýrri sálumessu eftir Rufus Wainwright.

Við heyrum líka einn þátt úr hörpukonsertir eftir Lottu Vennäkoski, sem Katie Buckley mun spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum nk fimmtudag. Við rifjum líka upp túlkun hennar á Næturljoði á Hörpu eftir Jón Nordal sem hún lék á tónleikum í síðasta mánuði.

Frumflutt

16. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Þættir

,