Tónhjólið

Reykjavik Early Music Festival og Zelenka grúsk

Tónhjólið 17. mars 2024

Umsjón Guðni Tómasson

Í þættinum er fjallað um tónlist fyrri alda (early music) og sagt frá Reykjavík Early Music Festival sem haldin verður í dimbilvikunni í fyrsta sinn í Hörpu en Elfa Rún Kristinsdóttir listrænn stjórnandi hátíðarinnar er tekin tali. Einnig verður sagt frá rannsóknum Kjartans Óskarssonar og Jóhannesar Ágústssonar á verkum Jans Dismas Zelenka.

Viðmælendur í þættinum eru:

Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari

Kjartan Óskarsson klarinettuleikari og tónlistargrúskari.

Tónlistin í þættinum:

Arte Dei Suonatori leikur forleik aftir Johann Adolf Hasse.

Barokksvetin brák leikur brot úr kafla í A-moll fiðlukonserti Johanns Sebastians Bach. Elfa Rún leikur einleik.

Amaconsort leikur brot úr Amasque eftir William Lawes og óþekktan höfund.

Rachel Podger og The Academy of Ancient Music leika, undir stjórn Andrews Manze A-moll fiðlukonsert Johanns Sebastians Bach.

Tveir kaflar hljóma úr Statio Quadruplex Pro Processione Theophonica (Fjórar stöðvar fyrir helgigöngu með trúarsöngvum) eftir Jan Dismas Zelenka. Upptaka gerð i Skálholtskirkju síðasta sumar. Flytjendur eru: Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran, David Erler, kontratenór, Benedikt Kristjánsson, tenor, Oddur Arnþór Jónsson, bassi, Kammerkór sumartónleikana, Barrokkbandið Brák. Stjórnandi: Jana Semerádová

Frumflutt

17. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónhjólið

Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Þættir

,