Tónhjólið
26. MAÍ 2024
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Í þættinum eru viðraðir nokkrir septetar af gefnu tilefni, nýjar upptökur fyrir fjórar hendur og rætt við Önnu Þorvaldsdóttur um nýtt verk hennar fyrir Sinfóníuhljómsveit og rými sem er á dagskrá Listahátíðar sem senn hefst.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Tónlistin í þættinum:
Alexandre Tharaud og Bertrand Chamayou léku Álfagarðinn úr Gæsamömmusvítu Maurice Ravel (Ma mère l'oye, M.60)
Alexandre Tharaud og Víkingur Heiðar Ólafsson léku Norskan dans eftir Edvard Grieg
Septet úr Berlínarfílharmoníunni lék fyrsta þátt úr Septet Beethovens
Viibra lék Venutian Wetlands eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur
Hljóðfæraleikarar úr Rússnesku þjóðarhljómsveitinni léku fyrsta þátt úr Grand Septet eftir Mikail Glinka.
Hljóðfæraleikarar úr Holst Sinfóníettujnni léku fyrstu kaflana úr Les Rondes eftir Bohuslav Martinú.
Spectre strengjakvartettinn leika þriðja kafla úr Enigma kvartetti Önnu Þorvaldsdóttur
Alexandre Tharaud og Beatrice Rana leika Libertango eftir Astor Piazolla.
Viðmælandi í þættinum er Anna Þorvaldsdóttir tónskáld.