Tónhjólið
8.þáttur - 19. nóvember
(Aftur á morgun)
Umsjón: Guðni Tómasson.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónlistin í þættinum:
Maja Ratkje og Nordic Affect flytja nokkur lög af plötunni Rökkur, eftir Ratkje:
Love (III)
I Cannot Look
Love took my hand
Martes nattasang (í lok þáttar)
Hymnodia syngur Hver sem að reisir eftir Báru Grímsdóttur. Eyþór Ingi Jónsson stjórnar.
Hörður Áskelsson leikur Magnificat : Dialouge eftir Jean Adam Guilain á Klais-orgel Hallgrímskirkju.
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og Viktor Orri Árnason leika þrjú af lögum sínum ásamt Reykjavík Orkestra af plötunni Poems.
Orð og draumar - Ljóð: Sigurðar Pálssonar.
Blikna - Ljóð: Álfheiður Erla Guðmundsdóttir
Líkaminn er þanninn fiðlustrengur. Ljóð: Arndís Lóa Magnúsdóttir
Pacifica strengjakvartettinn leikur lokakaflann (Molto allegro e vivace) úr strengjakvartett nr. 1 op. 12 eftir Felix Mendelssohn.
Raddir í þættinum:
Brot úr viðtali Elísabetar Indru Ragnarsdóttur við Maju Ratkje úr Hlaupanótunni 2006
Brot úr viðtali Ævars Kjartanssonar við Hörð Áskelsson í Hljóðnemanum 1992
Rætt við Álfheiði Erlu Guðmundsdóttur og Viktor Orra Árnason um nýja plötu þeirra Poems sem nú er komin út frá Deutsche Grammophon útgáfunni.