Tónhjólið

Gramophone verðlaunin 2024

Tónhjólið 13.10.2021

Umsjón: Guðni Tómasson.

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Í þessum þætti er farið yfir þær útgáfur sem hlutu á dögunum bresku Gramophone tónlistarverðlaunin.

Tónlistin í þættinum:

Hilary Hahn leikur 1. kafla einleikssónötu nr. 1 eftir Eugène Ysaÿe (af plötu ársins með sex einleikssónötum tónskáldsins - Deutsche Grammophon gefur út).

Bertrand Chamayou leikur All sides of a small stone eftir John Cage (af concept plötu ársins Letter(s) to Erik Satie - Erato gefur út).

Alexander Melnikov, Isabelle Faust, Antoine Tamestit og Jean-Guihen Queyras leika adagio kafla úr Píanókvartetti Roberts Schumann (af kammerplötu ársins með píanókvartetti og -kvintetti Schumanns. Harmonia Mundi gefur út).

Yunchan Lim leikur Etýðu Op. 10 Nr. 3 (Tristesse) eftir Frédéric Chopin (af píanóplötu ársins sem Decca gefur út en Lim er jafnframt valinn ungur tónlistarmaður ársins).

Carolyn Sampson syngur O Solitude eftir Henry Purcell. (Sampson var valin listamaður ársins hjá tímaritinu. Sampson hljóðritar fyri BIS).

Tékkneska fílharmonían leikur tónaljóðið Kastalinn hái úr Föðurland mitt eftir Bedrich Smetana undir stjórn Seymons Bychkov (Hljómsveitin var valin hljómsveit ársins af lesendum Gramophone. Pentatone gefur út).

Konstantin Krimmel og meðleikari hans Daniel Heide flytja Das Wandern úr Malarstúlkunni fögru eftir Franz Schubert (platan var valin söngplata ársins - Alpha gefur út).

Jonathan Tetelman syngur dúettinn O soave fanciulla úr La Boheme eftir Puccini. Með honum syngur Federica Lombardi en PKF fílharmonían frá Prag leikur undir stjórn Carlos Rizzi. (Platan The great Puccini er söng og hljómsveitarplata ársins - Deutsche Grammophon gefur út)

Andrew Manze stjórnar Konunglegu fílharmoníusveitinni í Liverpool í Sigurdansi Satans úr Job, balletti Ralphs Vaughan Williams. (Hljómsveitartónlist Vaughans Williams er hljómsveitarplata ársins - Onyx gefur út).

Anssi Karttunen leikur á selló og Oliver Latry á orgel verkið Offrande eftir Kaiju Saariaho. (Plata frá Radio France sigrar í flokki samtímatónlistar).

Hljómsveitarstjórinn Micheal Tilson Thomas hlýtur sérstök verðlaun fyrir lífstarf sitt og framlag til tónlistar. Hér stjórnar hans New World sinfóníunni í Kúbönskum dansi eftir Aaron Copland.

Aðrar verðlaunaplötur sem ekki vinnst tími til leika tónlist af eru:

Cappella Pratensis flytur messuna Missa Maria Zart eftir Jakob Obrecht (sigurplata í flokki tónlistar fyrri alda Challenge Classics gefa út).

Í óperuflokknum sigraði útgáfa í mynd- og hljóði á óperunni Kata Kabanova eftir Leos Janacek. (Unitel Edition gefur út.)

Í kórflokknum sigraði útgáfa á verkinu The Dream of Gerontius eftir Edward Elgar. Paul McCreesh stjórnar stórum hópi breskra og pólskra listamanna. (Signum gefur út).

Í konsertaflokknum sigraði hljóðritun fiðluleikarans Isabelle Faust og Sinfóníuhljómsveitar Bæverska útvarpsins þar sem fiðlukonsert Benjamins Britten er í öndvegi. Jakub Hrusa stjórnar flutningi. Isabelle leikur einnig kammertónlist tónskáldsins ásamt fleiri listamönnum (Harmonia Mundi gefur út).

Frumflutt

13. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónhjólið

Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Þættir

,