Tónhjólið

Tónar útlaganna, danski strengjakvartettinn og nóg að gera í tónlistarlífinu

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar á hverjum tíma.

Gestur þáttarins er Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur og höfundur bókarinnar Tónar útlaganna - þrír landflótta tónlistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf. Þar fjallar Árni heimir um þá Victor Urbancic, Róbert Abraham og Heinz Edelstein sem hingað hrökktust undan uppgangi nasisma og höfðu allir sest í Reykjavík árið 1940. Næstu ár voru mikill uppbyggingartími í íslensku tónlistarlífi og þar lyftu þessir þrír menn grettistaki.

Umsjón: Guðni Tómasson.

Tónlist og efni í þættinum:

Danski strengjakvartettinn leikur af plötu sinni Keelroad lagið Once a shoemaker eftir Rune Tonsgaard Sörensen. Á undan hljómar gömul upptaka af þjóðlaginu En skomager har jeg været.

Kiri te Kanawa syngur Chanson des cueilleuses de lentisques úr Cinq mélodies populaires grecques eftir Maurice Ravel. Roger Vignoles leikur á píanó.

Guðrún Edda Gunnarsdóttir syngur Ef ég skal ekki sofna í synd úr Hallgrímspassíu Sigurðar Sævarssonar. Hörður Áskelsson stjórnar Caput hópnum. Á undan heyrist brot úr gömlu viðtali við Sævar úr Víðsjá.

Heinz Edelstein leikur prelúdíu úr sellósvítu nr. 1 eftir Bach.

Minnigarorð Jóns Leifs um Victor Urbancic.

Einar Kristjánsson syngur Largo eftir Händel.

Brot úr viðtali Hendrks Ottósonar við Robert Abraham Ottóson.

Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur 2 Rúmenska dansa eftir Bela Bartók. Róbert Abraham stjórnar á fyrstu tónleikum sveitarinnar í Austurbæjarbíói árið 1950.

Yuja Wang flytur kafla úr þriðju píanósónötu Skríabins.

Danski strengjakvartettinn leikur af plötu sinni Keelroad enska þjóðlagið As I walked out.

Frumflutt

20. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónhjólið

Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Þættir

,