Í Tóonhjólinu þessa vikuna koma m.a. fyrir Lise Davidsen, Shabaka og Peter Eötvös.
Tónlistin í þættinum:
- Lise Davidsen syngur Morgen! úr Fjórum söngvum op. 27 eftir Richard Strauss. Fílharmoníusveitin í Lundúnum leikur undir stjórn Esa-Pekka Salonen.
- Shabaka og hljómsveit hans leika þrjú lög af plötunni Perceive Its Beauty, Acknowledge Its Grace. Lögin eru: End of Innocence, Insecurities og Breathing.
- Kim Kashkashian leikur einleik á víólu í verkinu Replica eftir Peter Eötvös. Kammersveit Hollenska útvarpsins leikur undir stjórn tónskáldsins.
- András Schiff og Bruno Canino á píanó og Zoltan Rácz,og Zoltan Váczi á slagverk leika þirðja kafla (Allegro non troppo) úr Sónötu fyrir tvö píanó og slagverk eftir Bela Bartók.
- Ágúst Davíð Steinarsson (fimmtán ára 2022) - Vals í c-moll op. 1 - Verk sem varð til í tónsmíðða verkefninu Upptaktinum árið 2022. Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir á fiðlu, Kristján Hrannar Pálsson á píanó, Baldvin Ingvar Tryggvason á klarinett og Gunnlaugur Torfi Stefánsson á bassa.
- Lise Davidsen syngur Im Abendrot úr Vier letzte lieder eftir Richard Strauss. Fílharmoníusveitin í Lundúnum leikur undir stjórn Esa-Pekka Salonen.
Frumflutt
21. apríl 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tónhjólið
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.