Tónhjólið
3.þáttur - 15. október
Umsjón: Guðni Tómasson.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónlistin í þættinum:
Leikin er tónlist af verðlaunaplötum breska tónlisartímaritsins Gramophone:
Ungur listamaður ársins: Stella Chen og Henry Kramer. Ständchen D.920 / 921 eftir Franz Schubert (úts. Mischa Elman) af plötunni Stella X Schubert.
Kammertónlitarplata ársins: Quatour Ebéne og Antonie Tamestit leika strengjakvintetta Mozarts - 2. kafli úr þriðja strengjakvintett í C-dúr
Hljómsveitarplata ársins og plata ársins: Danska þjóðarhljómsveitin undir stjórn Fabios Luisi leikur fjórða kafla úr fjórðu sinfóníu Carls Nielsen "Hinni óslökkvanlegu"
Píanóplata ársins: Krystian Zimerman tvær prelúdíur eftir Karols Szymanowski
Konseptplata ársins: Helen Charlston og Toby Carr flytja O lead me to some peaceful gloom eftir Henry Purcell.
Heiðursverðlaun ársins: Felicity Lott syngur One perfect rose eftir Seymor Barab við ljóð Dorothy Parker.
Rödd og hljómsveit: Véronique Gens og Sandrine Piau syngja dúettinn Ciel protecteur des malheureux úr Camille, ou Le souterrain eftir Nicolas Dalayrac. Le Concert de la Loge sveitin leikur undir stjórn Juliens Chauvin.
Bamberg sinfóníuhljómsveitin, sem er á leið í Hörpu í vor, leikur Liebestod úr Tristan og Isolde eftir Richard Wagnar.
Óbóleikarinn Gareth Hulse og píanóleikarinn Ian Brown leika Elegíu úr sónötu fyrir óbó og píanó eftir Francis Poulenc.
Viðmælendur:
Guja Sandholt segir frá óperudögum sem standa 19. - 29. október en allar nánari upplýsingar eru á operudagar.is
Brot úr viðtali frá 2018 við Veronique Gens sem er listamaður ársins í sígildri tónlist samkvæmt Gramophone.