Tónhjólið

Skýjastaðir - Hljóðön - Ensembe Adapter

Mathias Engler og Gunnhildur Einarsdóttir (Ensemble Adapter) á tónleikum í Hafnarborg 27. apríl 2025

RIuti - Walter Zimmermann - Matthias Engler leikur á slagverk (klukkusspil, sneriltromma, tom-tromma, bassatromma, kúabjöllur, cimball) og notar röddina líka.

Wolkenorte- einkleiksharpa - Walter Zimmermann - Gunnhildur Einarsdóttir leikur á hörpu, flautar og syngur.

Maikafer, Flieg! - Walter Zimmermann

Matthias Engler leikur á leikfangapíano. Gunnhildur Einarsdóttir leikur á hörpu og flautar og syngur.

Draumur um 'Húsið' : fyrir hörpu og strengi - Leifur Þórarinsson.

Gunnhildur Einarsdóttir leikur á hörpu með Kammersveit Reykjavíkur.

Fjögur barnalög eftir Leif Þórarinsson

1. Preludium

2. Sofandaháttur

3. Skopparakringlan

4. Aukalag

Snorri Sigfús Birgisson leikur á píano. Hljóðritun frá State of the Art hátíðinni í október 2024

Páfiðrildið - Snorri Sigfús Birgisson

Höfundur leikur eigið verk í hljóðritun frá State of the Art hátíðinni í október 2024.

Desert Wind - Ásgeir Ásgeirsson

Nýtt lag frá gítar- og oudleikaranum Ásgeiri Ásgeirssyni og félögum hans.

Frumflutt

11. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Þættir

,