Tónhjólið

Britten, Rachmaninoff og Ensemble Adapter með Takemitsu og Cage

Tónhjólið

28. apríl 2024

Í Tóonhjólinu þessa vikuna koma heyrum við tvær svítur, aðra fyrir fiðlu og píanó en hina fyrir tvö píanó. Við heyrum einnig kafla úr fiðlukonserti Brittens og tónverk unnið undir áhrifum frá aríu úr gamalli týndri óperu Claudios Monteverdi.

Síðast en ekki síst er Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleikari tekin tali en á tónleikum Ensemble Adapter mun Gunnhildur ásamt Matthíasi Engler frumflytja verk sem heitir Vis-a-vis en það var á sínum tíma samstarfsverkefni tónskáldanna Johns Cage og Toro Takemitsu og er finna í verkaskrá þeirra tveggja.

Tónlistin í þættinum:

- Isabelle Faust leikur upphafskafla fiðlukonserts Benjamins Britten með Sinfóníuhljómsveit bæverska útvarpsins. Jakub Hrůša stjórnar.

- Isabelle Faust og Alexander Melnikov leika svítu fyrir fiðlu og píanó eftir Benjamin Britten.

- Brot úr Child of tree eftir John Cage

- Brot úr Stanza II eftir Toru Takemitsu

- Daniil Trifonov og Sergei Babayan leika svítu nr. 2 fyrir tvö píanó eftir Sergei Rachmanioff

- Anastasia Kobekina leikur Ariadne's Lament - tilbrigði Vladimirs Kobekin við stef eftir Claudio Monteverdi.

Frumflutt

28. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónhjólið

Tónhjólið

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.

Þættir

,