Tónhjólið

Rachel Podger og Arte dei Suonatori hópurinn á opnunartónleikum Reykjavik Early Music Festival í Hörpu 26. mars 2024

Flytjendur á þessum tónleikum eru leiðandi á sviði alþjóðlegrar barokktónlistar - fiðluleikarinn breski Rachel Podger og Arte dei Suonatori - sveitin frá frá Póllandi. Þetta er í fyrsta sinn sem sveitin leikur á Íslandi og er skemmtilegur hvalreki fyrir unnendur vandaðs flutnings barokktónlistar - og sérstaklega gaman fyrir okkar stóra pólska samfélag listafólk frá heimalandinu til Íslands.

Efnisskrá:

Antonio Vivaldi 1678-1741 - Fiðlukonsert Í D dúr op 4 nr 11, Rv 204

Allegro/Largo/Allegro assai

Carl Philipp Emanuel Bach 1714 -1788 - Sinfónía í G dúr, WQ 173

Allegro assai/Andante-sempre piano/Allegretto

Johann Georg Pisendel 1688-1755 - Fiðlukonsert í g moll

Largo e staccato/Allegro/Largo/Allegro

Georg Philipp Telemann 1681-1767 - Concerto alla Polonese í G dúr

Dolce/Allegro/Largo /Allegro

Antonio Vivaldi 1678-1741 - Fiðlukonsert í c moll op 4 no 10

Spirituoso/No tempo/Allegro

Antonio Vivaldi 1678-1741 - Fiðlukonsert í f moll op 8 no 4 RV 297 “Veturinn”

Allegro non molto/Largo/Allegro

Antonio Vivaldi 1678-1741 - Largo úr La Stravaganza, Op.4, Concerto No. 12 in G major, RV 298:

Frumflutt

22. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Þættir

,