Síðdegisútvarpið

Staðan í Sýrlandi, Nanna framúrskarandi ungur íslendingur, og vatnsveður í Mýrdal

Jóladagatal sjónvarpsins er í fullum gangi og á hverjum degi fram jólum er sýndur nýr þáttur. Þetta eru ævintýri Þorra og Þuru. Teymisstjóri barna og ungmennaþjónustu Ruv Agnes Wild kom til okkar og sagði okkur betur frá.

Guðmundur J Sigurgeirsson er oftar en ekki kallaður fiskakallinn. Það er ekki af ástæðulausu. Hann er aðal í íslenska skrautfiskasamfélaginu. Guðmundur safnar og selur ekki bara fiska, heldur fer hann til annara heimsálfa til veiða fiskana sjálfur. Hann er nýlega kominn úr einni veiðiferðinni frá Brasilíu og Úrúgvæ. Hann kom til okkar og sagði frá.

Nanna Kristjánsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 fyrir störf/afrek á sviði menntamála á verðlaunaathöfninni Framúrskarandi ungir Íslendingar sem fór fram í Höfuðstöðinni, Elliðaárdal 4. desember sl. Nanna kemur til okkar og sagði okkur betur frá því sem hún hefur verið fást við á sviði stærðfræðinnar.

Korsiletturnar er nýlegt íslenskt kvennasöngstríó sem syngur jazz swinguð lög í anda Andrew Sisters. Þær komu á eftir ásamt undirleikurum og tóku nýlega útgefið jólalag í beinni.

Mikið vatnsveður hefur dunið á landinu síðustu daga og m.a. hefur umferð verið stýrt um hluta þjóðvegar í Öræfum þar sem vatn hefur flætt yfir veg. Rafmagnstruflanir hafa verið í Mýrdal síðan í nótt vegna vatnsveðurs og erfiðlega hefur gengið tengja varaafl við hluta byggðarinnar. Við hringdum austur og heyrðum í Einari Frey Elínarsyni sveitastjóra.

Eins og kunnungt er þá var Bashar Al-Assad, forseta Sýrlands , steypt af stóli á laugardag eftir 24 ára valdatíð. Við ætlum heyra stöðuna í Sýrlandi Oddur Þórðarson fréttamaður kom til okkar.

Frumflutt

9. des. 2024

Aðgengilegt til

9. des. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,