Síðdegisútvarpið

Yngsta skáklið landsins, Tvíhöfði, klukkan í Nepal og hálkan í Reykjavík

Yngsta og eitt efnilegasta skáklið landsins æfir stíft um þessar mundir og ætlar sér stóra hluti á Evrópumeistamótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í mai á næsta ári. Þetta hlýtur teljast frábært verkefni enda eru börnin 5 ára gömul. leita þau þau til fyrirtækja og einstaklinga sem vilja styðja við þetta merka frumkvöðlastarf í skákkennslu á leikskólastigi. Ragnheiður Vignisdóttir fer fyrir hópi foreldra sem eiga börn í liðinu og við heyrðum í henni.

Þegar líða fer jólum fjölgar fréttum sem þessum af eldsvoðum þar sem reykskynjari bjargar mannslífum og kemur í veg fyrir stórbruna. Okkur í Síðdegisútvarpinu þykir vænt um hlustendur okkar og ætlum við þess vegna fara yfir mikilvægi reykskynjarans og heyra af hvað er gerast í þróunn þeirra. Ágúst Mogensen sérfræðingur forvörnum hjá Verði tryggingum kom til okkar.

Í vikunni hringdi Síðdegisútvarpið til Nepal og er enn jafna sig á tímamismuninum sem er stórundarlegur. Klukkan þar er 5 klukkutímum og 45 mínútum á undan okkar. Hvernig stendur á þessu og eru fleiri svona dæmi? Stjörnu Sævar Helgi Bragason svaraði því.

Tvíhöfðin okkar heldur jólin eins og við hin, Tvíhöfði heldur einnig jólatónleika eins og aðrir alvöru tónlistarmenn. Þeir félagar Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr komu til okkar.

Á morgun verður haldin aðventugleði Rásar 2 - Felix Bergsson heldur utan um dagskrána og hann kemur til okkar og sagði okkur frá því helsta.

Mikill fjöldi fólks hefur leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa og margir kvarta undan seinagangi við salta og sanda gangstéttar og götur. Hjalti J. Guðmundsson er skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins og hann var á línunni hjá okkur.

Frumflutt

5. des. 2024

Aðgengilegt til

5. des. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,