Síðdegisútvarpið

Bandarísku forsetakosningarnar og Einar Þorsteinsson borgarstjóri

A-hluti borgarinnar verður rekinn með 1,7 milljarða króna afgangi á næsta ári, gangi fjárhagsáætlun borgarinnar eftir. Það er viðsnúningur frá síðasta ári þegar hallinn var fimm milljarðar króna. Þá verður B-hluti rekinn með 12,6 milljarða króna afgangi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri kynnti fjárhagsáætlun næsta árs á fundi í hádeginu og hann var á línunni hjá okkur.

Kosningarnar í Bandaríkjunum eru mál málanna í dag og við heyrðum í Felix Bergssyni sem er staddur þar vestra og fær kosningadaginn beint í æð í höfuðborginni Washington D.C. Við slógum á þráðinn til hans og tókum stöðuna.

Svo kom Birta Björnsdóttir fréttamaður til okkar og sagði okkur frá því hvernig kosningaumfjöllun RÚV verður háttað.

Sigríður Halldórsdóttir dagskrárgerðakona hér á RÚV kom til okkar ásamt Baldvini Þór Bergssyni og sögðu þau okkur frá Torgi kvöldsins en í þættinum í kvöld verður rætt við unga kjósendur.

En eins og áður sagði þá er það í dag sem bandaríkjamenn velja sér forseta og er óhætt segja mikil spenna ríki um úrslit kosninganna og okkar maður Björn Malmquist er í Philly og hann var á línunni.

Frumflutt

5. nóv. 2024

Aðgengilegt til

5. nóv. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,