Síðdegisútvarpið

Endurtekið, Riff og nýtt forrit fyrir golftímaskráningu

Saman í liði er yfirskrift Umferðarþings í ár sem fram fer á morgun, föstudag. Þema þingsins í ár er samspil ólíkra vegfarendahópa. Munu fulltrúar vegfarendahópa greina frá sínum fararmáta, hvað er gott við hann og hvaða áskorunum þau mæta. Mikilvægt er sátt ríki í umferðarmenningu okkar og því mun Ríkissáttasemjari taka þátt í deginum. Mun hann leggja línurnar fyrir daginn og er ætlunin nýta hans aðferðarfræði við árangri. Til segja okkur betur frá Umfeðarþingi og þessari áhugaverðu nálgun. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar hjá Samgöngustofu kom til okkar

Sigga Eyrún og Bjarni Snæbjörnsson eru ástríðufullir söng-leikarar. Síðustu ár hafa þau verið lúsiðin við leika í söngleikjum eða setja upp og sýna eigin söngleiki eða tónleika tengda söngleikjum. Vinátta þeirra er samofin hinu konunglega söngleikjapari Viggó og Víólettu, sem skemmt hafa landanum í mörg ár á árshátíðum, í afmælum og víðar. Og eru þau fara af stað með tónleikaröð sem þau kalla Söngleikjastælar. Þau Sigga Eyrún og Bjarni komu til okkar ásamt Karli Olgeirssyni.

í kvöld verður annar þáttur sýndur í sjónvarpinu af þáttunum Endurtekið en þættirnir fjalla um hringrásarhagkerfið, þar sem hlutir og hráefni fara í hring og eins manns rusl verður annars fjársjóður. Sigríður Halldórsdóttir og Freyr Eyjólfsson eru umsjónarmenn þáttanna og þau komu og sögðu okkur frá því sem boðið verður upp á í kvöld.

Það getur oft reynst kylfingum erfitt finna lausta rástíma á golfvöllum landsins. Forritarinn Elías Gíslason hefur sett á laggirnar vef þar sem íslenskir kylfingar geta auðveldlega fundið lausa rástíma og við fengum heyra allt um þá lausn í þættinum í dag.

Í næstu viku hefst Riff sem er alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík - Sölvi Halldórsson og Margrét Erla Þórsdóttir komu til okkar á eftir og segja okkur af því allra helsta sem þar verður boðið upp á.

Það bárustu fréttir af því í vikunni klæðning hafi fokið af hluta hring­veg­ar­ins við Jök­ulsá á Fjöll­um og á Bisk­ups­hálsi á Norðaust­ur­landi og vegfarendur beðnir um sýna aðgát. En hvernig gerist þetta og hvernig bera menn sig við lagæra ? Loftur Jónsson er svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á austurlandi og við ræddum við hann.

Lagalisti:

Snorri Helgason - Haustið '97.

Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.

Ampop - My Delusions.

Laufey - California and Me.

The Rolling Stones - Waiting On A Friend.

GDRN - Háspenna.

Superserious - Bye Bye Honey.

Bubbi Morthens - Trúir Þú Á Engla.

Daði Freyr - Whole Again.

Dasha - Austin.

Tom Odell - Real Love.

The Beatles - Now and Then.

Sálin hans Jóns míns - Færðu mér frið.

Frumflutt

19. sept. 2024

Aðgengilegt til

19. sept. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,