Morgunútvarpið

Prjónagleði, opið hús á Bessastöðum, verðlagseftirlit, þingið og fréttir vikunnar

Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi um helgina í áttunda sinn. Meðal þess sem er á dagskrá er samprjón í sundi, prjónasýningar, prjónabingó og svo bjóða bæjarbúar heim í prjónakaffi. Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Textílmiðstöðvar Íslands, var á línunni.

Hvernig er stemmningin á Bessastöðum, vinsælasta vinnustaðnum á Íslandi (að því er virðist) um þessar mundir? Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leit við hjá okkur í morgunbolla og sagði okkur frá opnu húsi á Bessastöðum á morgun, laugardag.

Neytendamálin eru Morgunútvarpinu alltaf hugleikin. Lítillar samkeppni gætir milli helstu raftækjaverslana hér á landi samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. 61% af verðum sem borin voru saman reyndust þau sömu upp á krónu. Benjamín Julian verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ fór í saumana á úttektinni með okkur.

Fréttir berast af magnþrungnu andrúmslofti á alþingi um þessar mundir. Ótal frumvörp bíða afgreiðslu en lítið er frétta enn sem komið er. Þingmennirnir Bergþór Ólason, Miðflokki og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn, fóru yfir stöðuna frá þeirra bæjardyrum séð.

Norðan stinningskaldi í júní, uppgjör loknum forsetaslag, kynsjúkdómapróf án samskipta, krísa Vinstri grænna og átök um íslenskuna voru allt partur af fréttavikunni sem senn er ljúka. Þó er þetta hvergi nærri tæmandi listi og til þess fara yfir málin með okkur fengum við Vigdísi Jóhannsdóttur, kosningastjóra Höllu Tómasóttur og markaðsstjóra island.is og Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmann til okkar.

Lagalisti:

Júníus Meyvant - Hailslide

Bobby Caldwell - What You Won't Do For Love

Björgvin Halldórsson og Jón Jónsson - Kæri vinur

Sumargleðin - Ég fer í fríið

Mugison - É Dúdda Mía

Frumflutt

7. júní 2024

Aðgengilegt til

7. júní 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,