Við byrjuðum á því að ræða mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk en ELSA Iceland hefur staðið fyrir verkefni þar sem menntaskólanemar eru heimsóttir og þessi mikilvægu mál rædd og kynnt. Þau Kjartan Sveinn Guðmundsson og Arndís Ósk Magnúsdóttir komu til okkar og sögðu okkur meira.
Eru föstur óhollar? Við ræddum hollustugildi þess að fasta og nýjustu rannsóknir við Þórhall Inga Halldórsson prófessor í næringafræði.
Galdrar og geimverur er heiti námskeið hjá Endurmenntun HÍ þar sem þeir Ármann Halldórsson, ensku- og heimspekikennari við Verslunarskóla Íslands og dr. Sveinn Guðmundsson, mannfræðingur og jafnréttisfulltrúi við Háskóla Íslands fjalla um dægurmenningarfyrirbærin Star Trek og Harry Potter sem hafa bæði notið mikilla vinsælda. Þeir félagar rýna í samfélagsmál í gegnum linsu þessara fyrirbæra og við forvitnuðumst um málið.
Ríkisendurskoðun telur alla yfirsýn skorta í málefnum ópíóðafíkla á Íslandi og segir ekkert ráðuneyti hafa tekið skýra stefnu vegna fíknivanda. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi kom til okkar og fór yfir stöðuna og nýútkomna skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Í gær var heimildamyndin Maðurinn með hattinn frumsýnd, en í henni segir af lífi og störfum Ásgeirs Elíassonar heitins, sem var einn sigursælasti knattspyrnuþjálfari þjóðarinnar. Framleiðendur myndarinnar, þeir Logi Bergmann og Hermann Guðmundsson litu við.
Við fögnuðum alþjóðlegum degi Downs heilkennis í dag með því að fá mæðginin Fjólu Helgadóttur og hinn tólf ára Jakob Steinsen í heimsókn sem voru á leið á Bessastaði og að sjálfsögðu í mislitum sokkum í tilefni dagsins.
Tónlist:
GDRN - Ævilangt.
Bashar Murad - Wild west.
Adele - Easy on me.
Hera - Scared of heights.
Hipsumhaps - Hjarta.
Hr. Hnetusmjör - Keyra (ft. Þormóður).