Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Norðurþingi, var á línunni hjá okkur í upphafi þáttar um skólamál á Raufarhöfn.
Veðurstofan hefur gefið út að öllum líkindum nái kvikumagn undir Svartsengi þolmörkum í vikunni. Þorvaldur Þórðarson ræddi málið við okkur.
Erfðafræðingurinn Arnar Pálsson kíkti til okkar og ræddi áhrif plágunnar miklu á erfðamengi okkar mannfólksins.
Við spjölluðum um helgidagafrið og önnur hugsanlega úrelt lög við Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands.
Eva Björk Benediktsdóttir íþróttafréttamaður fór yfir íþróttirnar með okkur.
Loks ræddum við hafragrautinn góða við Önnu Sigríði Ólafsdóttur, prófessor í næringarfræði, í lok þáttar.
Lagalistinn:
Greiningardeildin, Bogomil Font - Sjóddu frekar egg.
CHRISTINE AND THE QUEENS - Je te vois enfin.
Flott - Við sögðum aldrei neitt.
MUGISON - É Dúdda Mía.
TOPLOADER - Dancing In The Moonlight.
Bubbi Morthens - Lög og regla.
Inspector Spacetime - Smástund.
SINEAD O CONNOR - Mandinka.