Við kynntum okkur störf talmeinafræðinga en 6. mars nk. er tileiknaður talþjálfun. Þá er málþing fram undan á föstudag um málþroskaröskun DLD og skólakerfið. Við fengum til okkar þær Ösp Vilberg Baldursdóttur, formann Máleflis, og Hildi Heimisdóttur, kennsluráðgjafa við Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og Hlíðaskóla sem sögðu okkur meira.
Kjartan Orri Þórsson, sérfræðingur í málefnum Írans, ræddi þingkosningarnar þar í landi um helgina, niðurstöðurnar, mótmæli og áhrif á alþjóðapólitíkina.
Við ræddum stöðuna á Reykjanesskaga við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.
Nikotínpúðar - ný heilsufarsvá er titill málþings sem fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands stendur fyrir á morgun. Þar verður fjallað um áhrif og afleiðingar notkunar nikótínpúða. Einn þeirra sem þar talar er Árni Guðmundsson aðjúnkt og sérfræðingur í æskulýðsmálum og hann kom til okkar og ræddi stöðuna hvað útbreiðslu og notkun nikótínpúða varðar.
Við tókum hefðbundið sportspjall á mánudegi með Helgu Margréti Höskuldsdóttur íþróttafréttamanni.
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði ræddi nýjan Þjóðarpúls, flokksráðsfund VG og útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra sem rætt verður á þingi í dag.
Tónlist:
Teitur Magnússon - FJöllin og fjarlægðin.
Eagles - One of these nights.
David Bowie - Sound and vision.
Herbert Guðmundsson - Með stjörnunum.
Ásdís og Purple Disco Machine - Beat of your heart.
George Michael - Faith.