Það er hægt að kenna daginn í dag við svo margt: Rásin okkar á afmæli, sem og fullveldi Íslands, það voru kosningar í nótt og ofan á allt saman er víst dagur íslenskrar tónlistar. Jú og fyrsti sunnudagur í aðventu. Við ætlum að gera okkar besta til að hugsa um sem fæst af þessu í þættinum í kvöld og setja brjálaða nýja tónlist úr ýmsum áttum í sviðsljósið.
Björk fór á tónleika hjá tónlistarmanninum Gosa og spjallaði við hann eftir á um væntanlega plötu hans Á floti, tónlistarsenuna á Ísafirði og margt fleirra - með viðtalinu hljóma einnig upptökur af lifandi flutning Gosa frá tónleikum hans í Tónabíói.
Einar ræddi við sérvitringarokkarana í symfaux, þá Ægi Sindra, Fúsa og Stulla sem hafa verið áberandi í senunni í öðrum verkefnum en eru nú með nýja og kraftmikla hljómsveit sem senti frá sér sína fyrstu stuttskífu nýlega í nóvember.
Lagalisti:
snæi - þú elskar að hlusta á tónlist
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
KORMÁKUR - hættu að gráta hringaná
Kira Kira - Angantýra
Kira Kira - Kúra Kúra
Paul & Laura - Heilagur maður
Paul Lydon - Ilmur frá sjötta áratugnum
hlökk - Hulduhvísl (huldufuglar)
Spilmenn ríkínís - Listhúskvæði
Diabolus in Musica - Kaffilagið
hist og - Straight eyes
Katie Dey - Real Love
Black Dresses - DON’T FORGIVE THE WORLD
Xiupill - FAKE HOPES
sideproject - swamp merchant
SLIM0 - Trenches
Sucks to be you, Nigel - Stulli & Rúnar
Bucking Fastards - Secret Rendezvous
Bucking Fastards - Moby’s Dick
symfaux - -
symfaux - good times for slim picking
symfaux - fjórir georg
symfaux - upper-cut sub plot
symfaux - tend the wound, man
Gosi - Ófreskja (upptaka af tónleikum í Tónabíói 30.11.2024)
Gosi - Sjómannavals (upptaka af tónleikum í Tónabíói 30.11.2024)
Gosi - Ekki spurning
Gosi - Ófreskja
Gosi - Tilfinningar