Í lok október gaf tónlistarmaður að nafninu Meistari F út plötuna Suno Íslensk Meistaraverk 1 og deildi henni á facebook síðunni Nýleg íslensk tónlist. Platan hefur þá sérstöðu að hún er nánast að öllu leyti unnin með aðstoð gervigreindarforritsins Suno. Í kjölfarið kviknuðu heitar umræður um gervigreindartónlist og spunagreind, hvort hún búi til „alvöru” tónlist eða ekki og hvaða áhrif hún kemur til með að hafa á framtíð tónlistar.
Við ólátabelgirnir sökkvum okkur á kaf í umræðuna um tónlist og gervigreind - ræðum við íhaldssama fýlupúka, Meistarann sjálfan, formann Landverndar og fleiri til - og tökum púlsinn alþýðu landsins.
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
Spacestation - Train to Berlin
Spacestation - Fokking lagið
Spacestation - Í Draumalandinu
Gunnar Jónsson Collider - Environment 2
Gunnar Jónsson Collider - Environment 5
Meistari F - Aldrei Aftur Einelti
Meistari F & Bjarni Daníel - Útvarpsviðtal við Meistarann (Lag fyrir Ólátagarð)
Meistari F - Athygli Alltaf
Krakk & Spaghettí - Internasjonalinn
Krakk & Spaghettí - Lagarfljótsormurinn (Stelpurófan)
BKPM - Sósa - live at Upprásin
Logo Dog - Dara dara
Matthias Moon - LOTUS P.A