Á föstudaginn var kom út óvenju mikið af nýrri tónlist og Björk átti fullt í fangi með að kynna hana fyrir Bjarna, Einari og hlustendum Ólátagarðs, slíkt var magnið.
Hljómsveitin Oyama hefur verið áberandi í Reykjavíkursenunni og víðar í rúman áratug, en sveitin sérhæfir sig í svokölluðu skóglápi, eða „shoegaze”- tónlist. Þau hafa legið í dvala í nokkur ár, en hafa nú snúið aftur með nýtt lag og koma til með að senda frá sér aðra breiðskífu sína á næstu misserum. Úlfur og Júlía úr Oyama kíktu í kaffi í Ólátagarði.
Tónlistarmaðurinn Masaya Ozaki er fæddur í Japan en hefur búið hér á landi um nokkurt skeið. Hann hefur verið að vinna mikið með hliðræna hljóðheima og almenna tilraunamennsku, og á nýju plötunni hans, Mizukarsa, sem kom út í apríl ber mikið á samstarfi við annað tónlistarfólk úr grasrótinni. Einar og Masaya ræddu þetta allt saman og fleira til.
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
Worm is Green, Electron John - We Melt We Flow
Sæfari - There, there
Iðunn Einars - Sameinast
lúpína - ein á báti
Drengurinn fengurinn - Vera næs
sameheads - Barinn við Barinn
Smegmageddon - Microdosing Microplastics
Oyama - Cigarettes
Oyama - Shade
Oyama - Old Snow
Oyama - The Right Amount
Oyama - Siblings
Oyama - Handsome Devil
Oyama - Painted Image (óútgefið)
laufkvist - Ligth Post
hljóðmaskína - fífill (með laufkvist) - desember lag 29
Lúkas Nói Ólafsson - Þú sem eldinn átt í hjarta (Ljóð eftir Davíð Stefánsson)
Ditzy - The Kids Are Out Tonight
Krembrauð - Lag 8 acoustic version
Masaya Ozaki - Evening Regions
Masaya Ozaki - Raven
Masaya Ozaki - Gárur
Masaya Ozaki - Frá Vatni
Masaya Ozaki - Opið Rými