Ólátagarður

Feluleikur & LegFest

Feluleikur nefnist tónleikaröð í Reykjavík, en hugmyndin á bakvið hana er finna nýjan tónleikastað í hvert sinn, nýjan felustað. Þannig vilja skipuleggjendur, bræðurnir Hugi og Stirnir Kjartanssynir og Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir, mæta margumræddum tónleikastaðavanda í borginni; með því nýta óvænt rými undir viðburðahald. Fyrr í þessari viku voru aðrir tónleikar Feluleiks haldnir, og þessu sinni var felustaðurinn sjálfur Hljómskálinn. Sérkennilegt rými, og músíkin var í takt við það, spunnin af átta listamönnum sem öll koma úr ólíkum áttum. Björk fór í Feluleik á fimmtudaginn og tók með sér hljóðnema.

Bjarni Daníel gerði sér hins vegar ferð á einn rótgrónasta tónleikastað landsins, Gaukinn, en þar var tónlistarhátíðin Leg Fest haldin í fyrsta sinn um helgina. Markmið hátíðarinnar er lyfta upp konum og kynsegin fólki í tónlist. Við heyrum tóndæmi frá nokkrum af þeim fjölmörgu sveitum sem stigu á stokk á Leg Fest, og ræðum við Irene Önnu Matchett, stofnanda og helsta skipuleggjanda hátíðarinnar.

Lagalisti:

Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður

Krownest - The Dark

Vonbrigði - Ó Reykjavík

Jonbjorn - Dagur Rísa

RHYTHMOS - Rhyth/mos

Ari Árelíus - The Bridge

Stafrænn Hákon - Trefill

Birgir Hansen - Þumalputtareglufólk

Live flutningur af tónleikum Feluleiks í Hljómskálanum 3. október 2024

Þórir Georg - Véladans

Þórir, My Summer As A Salvation Soldier - Stagedives and highfives

Laglegt - Fyrirgefðu (samt ekki) (voice memo demo) {HáRún phone edition}

róshildur - Hálsbrotinn V3.4

Mangantetur - Scene2

Pungur Silungs - móðursorg eftir jóhannes frá kötlum

cavedame - I Came Here For Show

Sóðaskapur - Óheilbrigðiskerfið

Morose - Óvelkomin

Morose - Prick

Kristrún - Covet

Kristrún - Paradise

Emma - Stranger Now (demo)

Morose - Prick

Svartþoka - Sírenusöngur

Sóðaskapur - Gellur borða pasta

HUGRÚN - Big City

Frumflutt

6. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Ólátagarður

Ólátagarður

Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.

Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.

Þættir

,