Ólátagarður

Lúpína, Lounge Sápmi og færeysk tónlist á uppleið

Ólátagarður ræðst ekki á ólátagarðinn þar sem hann er lægstur í kvöld: við bjóðum upp á hvorki meira minna en þrjú viðtöl auk yfirferðar yfir tónleikahald í Reykjavík undanfarna daga.

Við hringjum til Noregs og heyrum hljóðið í tónlistarkonunni Lúpínu, sem kom fram á tónleikum Upprásarinnar í Kaldalóni í Hörpu í síðustu viku.

Við tökum líka á móti þremur samískum tónlistarmönnum sem öll eru tengd verkefninu Lounge Sápmi, sem hefur það meginmarkmiði búa til rými fyrir samískt tónlistarfólk og tengja það við tónlistarfólk annars staðar á norðurlöndunum. Þau segja okkur frá þessari vegferð og setja í samhengi við söguna. Þið getið fylgst betur með verkefninu á instagram @loungesapmiofficial

Loks heyrum við viðtal við Daniu O. Tausen og Trygva Danielsen, en þau eru hluti af færeysku tilrauna-hipphopp-sveitinni Aggrasoppar, sem kom fram á Airwaves í ár, og Glenn Larssen, en hann er framkvæmdastjóri FMX; færyesku tónlistarútflutningsstofunnar. Við ræddum málin og tókum púlsinn á færeysku tónlistarsenunni.

Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson & Snæbjörn Helgi Arnarsson Jack

Lagalisti:

KUSK & Óviti - Loka augunum

Sly & The Family Stone - Running away

Benni Hemm Hemm - Þú lýstir upp herbergið

Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður

Flesh Machine - F Is For Failing

Salóme Katrín - Dive In At The Deep End

MSEA - Mouth of the face of the sea

MC Myasnoi - Xcomputer must dieX

JFDR - Life Man

Andy Shauf - Quite Like You

Niilas, Elina Waage Mikalsen - Watching The Stream

Tarrak - Asuli

Silla and Rise - Tulukkat

Andachan - Paarivarma

ALA$$$KA1867 - THINKIN BOUT U (hugsa um þig)

Lúpína - Við tvö (Upprásin 31.10.2023)

Lúpína - Ég veit ég vona (Upprásin 31.10.2023)

Lúpína - Tveir mismunandi heimar (Upprásin 31.10.2023)

Lúpína - Alein (Upprásin 31.10.2023)

TONDRA - Lost Again

Tanabreddens Ungdom - Goatto-ænan

Elina Ijas - muittut

Aggrasoppar - Ballast millum maðkar

Marianna Winter - BMM

Elinborg - Brimið

Silvurdrongur - Alien

Dania O. Tausen - at siga ja er nei

Katari - leyst loft

Frumflutt

9. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Ólátagarður

Ólátagarður

Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.

Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.

Þættir

,