Tónlistarkonan Hugrún hefur verið búsett í Svíþjóð um nokkurra ára skeið, stundað þar tónlistarnám og tónsmíðar með hljómsveitinni Communist Sex svo eitthvað sé nefnt. En nú er hún flutt heim, og farin að gera tilraunir með kassagítarinn í fyrsta sinn. Við kynnumst Hugrúnu í þætti kvöldsins.
Við tókum umræðu um versnandi ástand tónleikarýma á höfuðborgasvæðinu í kjölfarið af grein sem birtist á the Guardian í vikunni. En þó var einnig tekin bjartsýnni yfirferð og ræddu Einar, Björk og Bjarni um hvaða tónleikarými eru í boði og hvað þau hafa upp á að bjóða fyrir grasrótartónlistarfólk.
Björk kíkti svo á Að standa á haus sem er ný tónleikaröð á nýjum stað, Tónabíói. Hún var þó ekki ein á ferð, tónlistar- og tónleikaunnandinn 25aur slóst með í för og spjölluðu þau um grasrótar senuna, hvar er best að fara á tónleika og margt fleira.
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
Sunna Margrét - 4 Year Itch
Krassoff - Opnaðu augun
Róshildur - Öndunaræfingar
Þórunn Salka - Sumar í febrúar
Benni Hemm Hemm - I <3 U
Julian Civilian - Tölum saman í september
fucales - The New Way Of Existing
Bragi Árnason - Hvað hugsa aðrir?
slóra - live at sundlaugin (brot)
Hugrún - Big City
Hugrún / Communist Sex - Oh, Vladimir
Hugrún / Communist Sex - Lada Riva
Communist Sex - Dog With Two Tails
Hugrún - I Don’t Want To Be Alone
Hugrún - Sushi At The Psych Ward
Communist Sex - The ‘Burbs
Spacestation - Í draumalandinu
Korter í flog - Krakki á krakki
25 aur - heimþrá - demó
BSÍ - Ekki á leið
Dúkkulísurnar - Pamela
Brot af tónleikum Emmu og Moogie & The Boogiemen í Tónabíó 12.10.2024