Ólátagarður

Iðunn Einars og kastalinn hans Smjörva

Iðunn Einars steig fram á sjónarsviðið á síðasta ári þegar hún sendi frá sér sína fyrstu plötu, "Allt er blátt". Hún hefur lengi fengist við tónlist, hefur bakgrunn sem klassískur fiðluleikari og tónskáld - en á þessari plötu býður Iðunn upp á dúnmjúka og dáleiðandi tilraunapopptónlist. Þann 28. nóvember síðastliðinn kom Iðunn fram ásamt hljómsveit á tónleikaröðinni Upprásinni sem fer fram í Kaldalóni í Hörpu mánaðarlega í allan vetur. Hún er einn af gestum kvöldsins í Ólátagarði.

Hinn gestur kvöldsins er tónlistarmaðurinn Tjörvi Gissurarson eða Smjörvi. Hann hefur í þó nokkur ár verið iðinn leikmaður á jaðri reykvísku rapp- og raftónlistarsenunnar. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur Smjörvi þó aldrei sent frá sér plötu í fullri lengd, eða ekki fyrr en í nóvember en þá kom út platan "svo heilagt!!". Smjörvi lítur við í Ólátagarði í kvöld og segir okkur meðal annars frá kastalanum sem hann hefur búið sér til fyrir tónlistina sína.

Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson & Snæbjörn Helgi Arnarsson Jack

Lagalisti:

Brunaliðið - Þorláksmessukvöld

The Beach Boys - Sloop John B.

Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður

Jóhann Egill - Raining Crystals

GusGus - The Terras

Celebs - I Love My Siblings

ClubDub - please don?t trust me

Inspector Spacetime, Joey Christ - Inspector Spacetime Saves The Human Race

Beathoven - Er Dette Til A Overleve

Björk, Rosalía - Oral

Birna Eyfjörð - Allt í lagi

Brenndu bananarnir - Prófatíð

3G?S - Pýþagórasarreglan

Juno Paul - Brokeboi

Drengurinn fengurinn - Hækkaðu í Freebird, Andrea

Stefán Elí - Leyfðu þér sjást

Nuclear Nathan, Gígja - Don?t You See

Arctic Assembly - Seinasti dansinn okkar

Iðunn Einars - Meyjan (Upprásin 28.11.2023)

Iðunn Einars - Ef þú vilt gráta (Upprásin 28.11.2023)

Iðunn Einars - Without (Upprásin 28.11.2023)

Iðunn Einars - Ef ég dey á morgun (Upprásin 28.11.2023)

Iðunn Einars - Fjarlægð (Upprásin 28.11.2023)

Rebekka Holi - Mitä sinulle kuuluu?

Vepsestikk - Ny person

Smjörvi - í EeENDALAUSUM TILFINNINGUMmM

Smjörvi, Hrnnr - Engar myndir

DRAM, Lil Yachty - Broccoli

Lil Yachty - 1 night

Lil Uzi Vert - XO Tour Lif3

Smjörvi - ¿Lifa Lífinu Hátt?... veit ekki hvernig!!

Smjörvi - sætasti ávöxturinn <3

Smjörvi - L 0ser / w1nner!

Smjörvi - get ekki sobbnað

Smjörvi - svo heilagt!!

Smjörvi - vaknaði í nýjum heimi____________

Frumflutt

7. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Ólátagarður

Ólátagarður

Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.

Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.

Þættir

,