Lágstemmt kántrí, sveimtónlist og drungarokk eru meðal strauma sem eru áberandi í þætti kvöldsins. Við heyrum sundurleitan samtíning af nýrri músík (og svolítið af eldra stöffi líka, kannski í þeirri viðleitni að leggja einhverskonar línu úr fortíð til nútíðar).
Björk fór niður í miðbæ Reykjavíkur á miðvikudagskvöld. Markmiðið var að heyra nýjustu plötu hljómsveitarinnar MC Myasnoi spilaða í 12 Tónum en þetta reyndist snúið. Kvöldið endaði svo á Gauknum, þar sem hljómsveitin Múr var með útgáfuhóf fyrir sitt fyrsta útgefna lag, Heimsslit.
Einar heyrði svo aðeins hljóðið í tveimur af meðlimum hljómsveitarinnar Moogie & the Boogiemen, Elínu og Möggu, og rætt var hvaða pælingar eru á sveimi hjá þeim systrum.
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
Johnny Blaze, Hakki Brakes - Teningarnir
Iðunn Einars - Meyjan
Mija Milovic - TIME-KEEPER
Lindy Lin - The Starkeeper
Masaya Ozaki, Lindy Lin - Siskin
Fan Houtens Kókó - Sundmaðurinn
Charliedwarf - All Over Your Skin
dagur - álfur
MC Myasnoi - terror serpentine (live r6013)
MC Myasnoi - step on ur neck (live harpa)
Mc Myasnoi - terror serpentine (live harpa)
Múr - Heimsslit
Davidsson - family tree
Rubin Pollock - Papa Lee
Kammerkórinn Huldur - Vor hinsti dagur er hniginn
Sara Flindt - Is it too late to come home ?
Vil - Graven
Einar Áskelsson - Woman
Sigríður Níelsdóttir - Reyðarfjörður
Moogie & the Boogiemen - Stories
Moogie & the Boogiemen - When You Smile
Moogie & the Boogiemen - Roof of Green
Moogie & the Boogiemen - Happy Ever After
Moogie & the Boogiemen - Truth
Open Jars - Wire