Morgunútvarpið

15. nóv. -Pólitík í Færeyjum, fótboltabullur, kosningaumfjöllun og fréttir vikunnar.

Bergdís Ester Gísladóttir Jensen verður á línunni frá Þórshöfn í Færeyjum en þar voru sveitarstjórnarkosningar í byrjun viku og von á breytingum. Hún bauð sig fram fyrir Þjóðveldi í kosningunum.

Frakkar og Ísraelsmenn gerðu í gær markalaust jafntefli í Þjóðadeildinni í knattspyrnu en greint var frá því í fréttum mikil öryggisgæsla hefði verið í París vegna átaka sem kom til í Amsterdam þegar Maccabi Tel Aviv keppti þar fyrir nokkru. Stefán Pálsson setur þetta í sögulegt samhengi með okkur, átök utan vallar og þátttöku ríkja sem standa í stríði í íþróttakappleikjum.

Við höldum síðan áfram ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis, í þetta skiptið Ólaf Adolfsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, og Ingvar Þóroddsson, oddvita Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson fara yfir fréttir vikunnar með okkur.

Frumflutt

15. nóv. 2024

Aðgengilegt til

15. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,