Morgunútvarpið

15. nóv. -Pólitík í Færeyjum, fótboltabullur, kosningaumfjöllun og fréttir vikunnar.

Bergdís Ester Gísladóttir Jensen verður á línunni frá Þórshöfn í Færeyjum en þar voru sveitarstjórnarkosningar í byrjun viku og von á breytingum. Hún bauð sig fram fyrir Þjóðveldi í kosningunum.

Frakkar og Ísraelsmenn gerðu í gær markalaust jafntefli í Þjóðadeildinni í knattspyrnu en greint var frá því í fréttum mikil öryggisgæsla hefði verið í París vegna átaka sem kom til í Amsterdam þegar Maccabi Tel Aviv keppti þar fyrir nokkru. Stefán Pálsson setur þetta í sögulegt samhengi með okkur, átök utan vallar og þátttöku ríkja sem standa í stríði í íþróttakappleikjum.

Við höldum síðan áfram ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis, í þetta skiptið Ólaf Adolfsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, og Ingvar Þóroddsson, oddvita Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Aðalsteinn Kjartansson fara yfir fréttir vikunnar með okkur.

Frumflutt

15. nóv. 2024

Aðgengilegt til

15. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,